Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 18:45 Spinazzola ætlar að launa liðsfélögunum fyrir söngva þeirra til hans eftir sigurinn á Spáni. Claudio Villa/Getty Images Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. Spinazzola fór mikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá þeim ítölsku áður en hann var borinn meiddur af velli gegn Belgum. Í ljós kom að um hásinarslit væri að ræða og hann því ekki aðeins frá út mótið, heldur næstu sex mánuðina. Hann er þó ekki af baki dottinn og hlakkar til úrslitaleiksins á morgun. „Getum við klárað þetta? Ég vona það, þetta verður 50/50. Þeir eru mjög sterkir, með góða einstaklinga og frábæran bekk. Þeir eru með sterka vörn og þetta verður erfiður leikur, en við erum með frábæran hóp og getum klárað þetta. Ég get ekki beðið eftir að hitta liðsfélagana í Lundúnum,“ sagði Spinazzola í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær. Injured Leonardo Spinazzola traveled to London with Italy to support his teammates in the final pic.twitter.com/RWZxg9ed87— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2021 „Ég fer til Lundúna á laugardaginn [í dag] fyrir úrslitaleikinn við England, og ég hef sjaldan verið eins spenntur. Ég beið í tvo klukkutíma til að þakka liðsfélögunum fyrir sigurinn á Spáni, og þeir sungu söngva um mig í rútunni. Það kallaði fram ótrúlegar tilfinningar og þá hlakkaði ég til að styðja þá til sigurs í úrslitaleiknum,“ sagði Ítalinn enn fremur. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Spinazzola fór mikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá þeim ítölsku áður en hann var borinn meiddur af velli gegn Belgum. Í ljós kom að um hásinarslit væri að ræða og hann því ekki aðeins frá út mótið, heldur næstu sex mánuðina. Hann er þó ekki af baki dottinn og hlakkar til úrslitaleiksins á morgun. „Getum við klárað þetta? Ég vona það, þetta verður 50/50. Þeir eru mjög sterkir, með góða einstaklinga og frábæran bekk. Þeir eru með sterka vörn og þetta verður erfiður leikur, en við erum með frábæran hóp og getum klárað þetta. Ég get ekki beðið eftir að hitta liðsfélagana í Lundúnum,“ sagði Spinazzola í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær. Injured Leonardo Spinazzola traveled to London with Italy to support his teammates in the final pic.twitter.com/RWZxg9ed87— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2021 „Ég fer til Lundúna á laugardaginn [í dag] fyrir úrslitaleikinn við England, og ég hef sjaldan verið eins spenntur. Ég beið í tvo klukkutíma til að þakka liðsfélögunum fyrir sigurinn á Spáni, og þeir sungu söngva um mig í rútunni. Það kallaði fram ótrúlegar tilfinningar og þá hlakkaði ég til að styðja þá til sigurs í úrslitaleiknum,“ sagði Ítalinn enn fremur. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira