Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um mál læknis á Handlæknastöðinni sem var sviptur réttindum sínum eftir að hafa gert fjölda ónauðsynlegra aðgerða á ennisholum og nefi sjúklinga sinna. Stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar segir starfsfólk í áfalli og biðst afsökunar.

Þá verður rætt við systkin sem voru sett í fóstur á vöggustofu Thorvaldsen félagsins sem ungbörn, sem segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu.

Einnig segjum við frá ungri konu með MS sjúkdóminn sem var neitað um sjúkrabíl á þeim grundvelli að ekki væri um skutlþjónustu að ræða. Aðstandendur hennar segja lækni hafa sagt konunni að taka verkjalyf og svo koma sér sjálf á sjúkrahús. Konan reyndist fárveik eftir heiftarlega sýkingu sem hún fékk eftir skurðaðgerð. 

Við förum líka í heimsókn í Kattholt en þar eru áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, og ganga kettlingar nú kaupum og sölum á tugi þúsunda. Salan er talin hafa áhrif á velferð kattanna og dæmi eru um kettlingamyllur.

Þá hittum við nýjan sendiherra Japans á Íslandi en hann er hæstánægður með viðtökurnar hér og er spenntur fyrir komandi verkefnum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×