Aldrei hafa jafn margar íbúðir selst yfir ásettu verði frá 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 09:16 Eftirspurn á fasteignamarkaði heldur áfram að aukast. Vísir/Vilhelm Enn er mikil eftirspurn á fasteignamarkaði. Sölutími íbúða heldur áfram að styttast, fasteignaverð hefur hækkað um allt land, auglýstar eignir hafa ekki verið færri í fjögur ár og hefur leiguverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað í fyrsta skipti í níu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28
Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56
Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29