Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. júlí 2021 22:16 Hér má sá nokkra af þeim sem grunaðir eru fyrir aðild að morðinu á Moïse. AP/Jean Marc Hervé Abélard Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06