Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 17:46 Raheem Sterling hefur verið frábær á EM. EPA-EFE/Carl Recine Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31
Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35