„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:31 Atvikið umdeilda þegar Raheem Sterling féll til jarðar. Getty Images/Laurence Griffiths Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35