Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þjóðhátíðarlag ársins 1962 í Vikunni árið 2020. „Ég veit þú kemur í kvöld til mín...“ RÚV Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021 Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34
Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48