Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 18:38 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira