Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 15:56 Frá framkvæmdum við Notre Dame í París í nóvember síðastliðinn. Getty Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. Hópurinn vill meina að lífi íbúa hafi verið stefnt í hættu og að yfirvöld hafi sýnt af sér alvarlega vanrækslu í kjölfar brunans. Í stefnunni segir að blýmagnið í andrúmsloftinu hafi verið stórhættulegt í kjölfar brunans og getað leitt til mikils heilsufarlegs skaða, sérstaklega meðal barna og þeirra sem unnu að uppbyggingu kirkjunnar. Eins og flestir muna varð Notre Dame fyrir miklum skemmdum eftir að eldur kom upp í kirkjunni í apríl 2019. Þak kirkjunnar og kirkjuturn skemmdust sérstaklega í brunanum og talið er að allt að 460 tonn af blýi hafi fuðrað upp í andrúmsloftið. Eftir eldsvoðann mældist blýmagn í andrúmsloftinu í garðinum í kring um kirkjuna allt að 500.000 míkrókrömm á fermetra og allt að 20 þúsund míkrógrömm á fermetra á nærliggjandi svæðum. Það er margfalt meira en heilbrigðisyfirvöld í París miða við, sem eru um 5.000 míkrógrömm á fermetra. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar Frakklands er talið að blýið gæti hafa breiðst út allt að fimmtíu kílómetra út frá kirkjunni. CGT stéttarfélagið, sem er meðal ákærenda, segir ekki nógu mikið hafa verið gert til að tryggja öryggi verkamanna og íbúa í nágrenni við kirkjuna, þar á meðal barna í nærliggjandi skólum, fyrstu þrjá mánuðina eftir brunann. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur. 3. ágúst 2020 15:50 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Hópurinn vill meina að lífi íbúa hafi verið stefnt í hættu og að yfirvöld hafi sýnt af sér alvarlega vanrækslu í kjölfar brunans. Í stefnunni segir að blýmagnið í andrúmsloftinu hafi verið stórhættulegt í kjölfar brunans og getað leitt til mikils heilsufarlegs skaða, sérstaklega meðal barna og þeirra sem unnu að uppbyggingu kirkjunnar. Eins og flestir muna varð Notre Dame fyrir miklum skemmdum eftir að eldur kom upp í kirkjunni í apríl 2019. Þak kirkjunnar og kirkjuturn skemmdust sérstaklega í brunanum og talið er að allt að 460 tonn af blýi hafi fuðrað upp í andrúmsloftið. Eftir eldsvoðann mældist blýmagn í andrúmsloftinu í garðinum í kring um kirkjuna allt að 500.000 míkrókrömm á fermetra og allt að 20 þúsund míkrógrömm á fermetra á nærliggjandi svæðum. Það er margfalt meira en heilbrigðisyfirvöld í París miða við, sem eru um 5.000 míkrógrömm á fermetra. Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar Frakklands er talið að blýið gæti hafa breiðst út allt að fimmtíu kílómetra út frá kirkjunni. CGT stéttarfélagið, sem er meðal ákærenda, segir ekki nógu mikið hafa verið gert til að tryggja öryggi verkamanna og íbúa í nágrenni við kirkjuna, þar á meðal barna í nærliggjandi skólum, fyrstu þrjá mánuðina eftir brunann.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur. 3. ágúst 2020 15:50 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01
Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53
Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur. 3. ágúst 2020 15:50