Þetta kemur fram í nýjustu gögnum frá embætti landlæknis Færeyja.
Um smitin fjögur sem tengjast landamærum segir að einn hafi greinst með smit við komu til landsins en þrír í sýnatöku á þriðja eða fjórða degi eftir komuna til Færeyja.
Fimm greindust innanlands í gær þar sem fjórir tengjast áður þekktu hópsmiti. Ekki hefur tekist að rekja eitt innanlandssmitið sem greindist í gær.
Alls eru 25 nú í einangrun í Færeyjum vegna Covid-19. Tekin voru 2.165 sýni síðasta sólarhringinn.
Frá upphafi heimsfaraldursins hafa 793 manns greinst með kórónuveiruna í Færeyjum og hefur eitt dauðsfall verið rakið til Covid-19.
Alls teljast 38,5 prósent einstaklinga í Færeyjum, sextán ára og eldri, nú fullbólusettir, en 57 prósent hafa fengið að minnsta kosti fyrri sprautu.