Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 11:49 Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong á vikulegum blaðamannafundi sínum í dag. AP/Kin Cheung Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína. Hong Kong Kína Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína.
Hong Kong Kína Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira