Reynsluboltinn Beitir og nýliðinn Árni Marinó magnaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 14:00 Beitir var magnaður gegn KA. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Beitir Ólafsson var frábær er KR ríghélt í 2-1 forystu manni færri gegn KA á Dalvíkurvelli í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Þá var nýliðinn Árni Marinó Einarsson grátlega nálægt því að tryggja ÍA stig í Fossvogi. Víkingur tryggði 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35
Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00
Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55