Líkleg byrjunarlið: Emerson kemur inn hjá Ítalíu og Dani Olmo hjá Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 13:00 Dani Olmo og Emerson koma inn í liðin ef La Gazzetta dello Sport hefur rétt fyrir sér. EPA/Getty Images Ítalski fjölmiðillinn La Gazzetta dello Sport reiknar ekki með að miklum breytingum á byrjunarliðum Ítalíu og Spánar er liðin mætast í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu klukkan 19.00 í kvöld. Talið er að bæði lið geri eina breytingu. Roberto Mancini neyðist til að gera eina breytingu á byrjunarliði sínu eftir frábæran 2-1 sigur á Belgíu í 8-liða úrslitum. Vinstri bakvörðurinn Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma, sleit hásin í sigrinum gegn Belgum og verður því frá það sem eftir lifir árs. Talið er að Emerson, leikmaður Chelsea, taki sæti hans í byrjunarliði Ítalíu. Annars verður það líkt og í undanförnum leikjum. Hjá Spánverjum er talið að Dani Olmo fái tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa komið inn af bekknum í 5-3 sigrinum á Króatíu í 16-liða úrslitum og sigrinum á Sviss í 8-liða úrslitum. Síðari leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Olmo skoraði fyrsta mark Spánverja eftir að Sergio Busquets skaut í stöng. Byrjunarlið liðanna samkvæmt La Gazzetta dello Sport má sjá hér að neðan. Líkleg byrjunarlið í kvöld.Gazzetta dello Sport Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 19.00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 40 mínútum fyrr eða klukkan 18.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Roberto Mancini neyðist til að gera eina breytingu á byrjunarliði sínu eftir frábæran 2-1 sigur á Belgíu í 8-liða úrslitum. Vinstri bakvörðurinn Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma, sleit hásin í sigrinum gegn Belgum og verður því frá það sem eftir lifir árs. Talið er að Emerson, leikmaður Chelsea, taki sæti hans í byrjunarliði Ítalíu. Annars verður það líkt og í undanförnum leikjum. Hjá Spánverjum er talið að Dani Olmo fái tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa komið inn af bekknum í 5-3 sigrinum á Króatíu í 16-liða úrslitum og sigrinum á Sviss í 8-liða úrslitum. Síðari leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Olmo skoraði fyrsta mark Spánverja eftir að Sergio Busquets skaut í stöng. Byrjunarlið liðanna samkvæmt La Gazzetta dello Sport má sjá hér að neðan. Líkleg byrjunarlið í kvöld.Gazzetta dello Sport Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 19.00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 40 mínútum fyrr eða klukkan 18.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira