Ísak Bergmann úthúðaði dómaranum eftir leik Víkings og ÍA: Trúðalestin enn og aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 08:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í landsleik á móti Liechtenstein í undankeppni HM 2022. Getty/DeFodi Hörð viðbrögð eins efnilegasta knattspyrnumanns landsins á samfélagsmiðlum eru dæmi um það hversu ósáttir Skagamenn voru með vítaspyrnuna sem Víkingar fengu í uppbótartíma í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn og vonarstjarnan Ísak Bergmann Jóhannesson lét óánægju sína með dómgæsluna, í leik Víkings og ÍA í Pepsi Max deild karla, í ljós á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær. Skjáskot/Instagram Ísak kallaði dómara leiksins trúð og athyglissjúkan og velti því upp hvenær hann yrði látinn hætta að dæma leiki í efstu deild. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu í uppbótartíma úr vítaspyrnu sem Skagamenn voru mjög ósáttir með. Ísak Bergmann er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og leikur með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er líka uppalinn Skagamaður og sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þennan umdeilda dóm. Skjáskot/Instagram Ísak skrifaði skoðun sína á Helga Mikael Jónssyni dómara leiksins yfir sjónvarpsmyndir frá leiknum og setti inn sem sögur á Instagram reikningi sínum. „Trúðalestin enn og aftur. Hvenær á þessi gæi að hætta að dæma í efstu deild,“ skrifaði Ísak og hélt svo áfram: „Hann elskar athyglina. Það eru ekki allir mættir að horfa á þig Helgi Mikael,“ skrifaði Ísak. Hann var ekki hættur og endaði á smá kaldhæðni. „Þið eruð flottir. Rosa flottir. Til hamingju, núna fáið þið athygli. Það sem þið vilduð,“ skrifaði Ísak. Hér til hliðar og fyrir neðan má sjá færslur Ísaks. Skjáskot/Instagram Pepsi Max-deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn og vonarstjarnan Ísak Bergmann Jóhannesson lét óánægju sína með dómgæsluna, í leik Víkings og ÍA í Pepsi Max deild karla, í ljós á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær. Skjáskot/Instagram Ísak kallaði dómara leiksins trúð og athyglissjúkan og velti því upp hvenær hann yrði látinn hætta að dæma leiki í efstu deild. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu í uppbótartíma úr vítaspyrnu sem Skagamenn voru mjög ósáttir með. Ísak Bergmann er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og leikur með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er líka uppalinn Skagamaður og sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þennan umdeilda dóm. Skjáskot/Instagram Ísak skrifaði skoðun sína á Helga Mikael Jónssyni dómara leiksins yfir sjónvarpsmyndir frá leiknum og setti inn sem sögur á Instagram reikningi sínum. „Trúðalestin enn og aftur. Hvenær á þessi gæi að hætta að dæma í efstu deild,“ skrifaði Ísak og hélt svo áfram: „Hann elskar athyglina. Það eru ekki allir mættir að horfa á þig Helgi Mikael,“ skrifaði Ísak. Hann var ekki hættur og endaði á smá kaldhæðni. „Þið eruð flottir. Rosa flottir. Til hamingju, núna fáið þið athygli. Það sem þið vilduð,“ skrifaði Ísak. Hér til hliðar og fyrir neðan má sjá færslur Ísaks. Skjáskot/Instagram
Pepsi Max-deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira