Ísak Bergmann úthúðaði dómaranum eftir leik Víkings og ÍA: Trúðalestin enn og aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 08:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í landsleik á móti Liechtenstein í undankeppni HM 2022. Getty/DeFodi Hörð viðbrögð eins efnilegasta knattspyrnumanns landsins á samfélagsmiðlum eru dæmi um það hversu ósáttir Skagamenn voru með vítaspyrnuna sem Víkingar fengu í uppbótartíma í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn og vonarstjarnan Ísak Bergmann Jóhannesson lét óánægju sína með dómgæsluna, í leik Víkings og ÍA í Pepsi Max deild karla, í ljós á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær. Skjáskot/Instagram Ísak kallaði dómara leiksins trúð og athyglissjúkan og velti því upp hvenær hann yrði látinn hætta að dæma leiki í efstu deild. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu í uppbótartíma úr vítaspyrnu sem Skagamenn voru mjög ósáttir með. Ísak Bergmann er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og leikur með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er líka uppalinn Skagamaður og sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þennan umdeilda dóm. Skjáskot/Instagram Ísak skrifaði skoðun sína á Helga Mikael Jónssyni dómara leiksins yfir sjónvarpsmyndir frá leiknum og setti inn sem sögur á Instagram reikningi sínum. „Trúðalestin enn og aftur. Hvenær á þessi gæi að hætta að dæma í efstu deild,“ skrifaði Ísak og hélt svo áfram: „Hann elskar athyglina. Það eru ekki allir mættir að horfa á þig Helgi Mikael,“ skrifaði Ísak. Hann var ekki hættur og endaði á smá kaldhæðni. „Þið eruð flottir. Rosa flottir. Til hamingju, núna fáið þið athygli. Það sem þið vilduð,“ skrifaði Ísak. Hér til hliðar og fyrir neðan má sjá færslur Ísaks. Skjáskot/Instagram Pepsi Max-deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn og vonarstjarnan Ísak Bergmann Jóhannesson lét óánægju sína með dómgæsluna, í leik Víkings og ÍA í Pepsi Max deild karla, í ljós á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær. Skjáskot/Instagram Ísak kallaði dómara leiksins trúð og athyglissjúkan og velti því upp hvenær hann yrði látinn hætta að dæma leiki í efstu deild. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu í uppbótartíma úr vítaspyrnu sem Skagamenn voru mjög ósáttir með. Ísak Bergmann er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og leikur með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er líka uppalinn Skagamaður og sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þennan umdeilda dóm. Skjáskot/Instagram Ísak skrifaði skoðun sína á Helga Mikael Jónssyni dómara leiksins yfir sjónvarpsmyndir frá leiknum og setti inn sem sögur á Instagram reikningi sínum. „Trúðalestin enn og aftur. Hvenær á þessi gæi að hætta að dæma í efstu deild,“ skrifaði Ísak og hélt svo áfram: „Hann elskar athyglina. Það eru ekki allir mættir að horfa á þig Helgi Mikael,“ skrifaði Ísak. Hann var ekki hættur og endaði á smá kaldhæðni. „Þið eruð flottir. Rosa flottir. Til hamingju, núna fáið þið athygli. Það sem þið vilduð,“ skrifaði Ísak. Hér til hliðar og fyrir neðan má sjá færslur Ísaks. Skjáskot/Instagram
Pepsi Max-deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira