Rúnar: Snérist um að verja markið Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. júlí 2021 22:55 Rúnar var ánægður með baráttuandann í sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. „Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira