Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2021 22:00 Holur voru boraðar í þá veggi sem stóðu eftir og sprengiefni komið fyrir til að jafna leifarnar við jörðu. AP/Al Diaz Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. Leitarflokkar fundu líkin þrjú á svæði sem hafði áður verið óaðgengilegt. Leifar byggingarinnar voru jafnaðar við jörðu í gær en áður var talið óöruggt að leita á umræddu svæði vegna óstöðugleika þeirra álma sem eftir stóðu. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfaranótt laugardagsins 24. júní. Ákveðið var að flýta niðurrifi byggingarinnar vegna hitabeltisstormsins Elsu sem stefnir nú á strendur Flórída og einnig til að stækka mögulegt leitarsvæði. Var gert hlé á björgunaraðgerðum vegna þessa en upphaflega stóð til að niðurrif færi fram seint í júlí. Niðurrifið í gær gekk sem skyldi og féll byggingin ekki á eldri rústir. Í kjölfarið var leitarflokkum leyft að hefja leit á ný, að því er fram kemur í frétt ABC. Fjölmargir hafa gefið upp alla von um að finna ástvini sína á lífi undir rústunum. AP/Carl Juste Reikna með að finna fleiri Að sögn Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, má líklega finna mörg svefnherbergi í þeim hluta sem áður var óaðgengilegur leitar- og björgunarliði. Fjölmargir íbúar voru sofandi þegar hörmungarnar áttu sér stað um miðja nótt. Verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telja mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfesti við New York Times að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Leitarflokkar fundu líkin þrjú á svæði sem hafði áður verið óaðgengilegt. Leifar byggingarinnar voru jafnaðar við jörðu í gær en áður var talið óöruggt að leita á umræddu svæði vegna óstöðugleika þeirra álma sem eftir stóðu. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfaranótt laugardagsins 24. júní. Ákveðið var að flýta niðurrifi byggingarinnar vegna hitabeltisstormsins Elsu sem stefnir nú á strendur Flórída og einnig til að stækka mögulegt leitarsvæði. Var gert hlé á björgunaraðgerðum vegna þessa en upphaflega stóð til að niðurrif færi fram seint í júlí. Niðurrifið í gær gekk sem skyldi og féll byggingin ekki á eldri rústir. Í kjölfarið var leitarflokkum leyft að hefja leit á ný, að því er fram kemur í frétt ABC. Fjölmargir hafa gefið upp alla von um að finna ástvini sína á lífi undir rústunum. AP/Carl Juste Reikna með að finna fleiri Að sögn Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, má líklega finna mörg svefnherbergi í þeim hluta sem áður var óaðgengilegur leitar- og björgunarliði. Fjölmargir íbúar voru sofandi þegar hörmungarnar áttu sér stað um miðja nótt. Verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telja mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfesti við New York Times að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01
Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43