Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 14:55 Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík sem mennirnir fimm sendu fjölmiðlum í dag. Skjáskot Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu. Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu.
Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira