Stjörnulífið: Sólin, sælan og sjálfsástin Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. júlí 2021 12:30 Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum á Instagram. Samsett mynd Sumarið er tíminn, eins og kóngurinn orti svo eftirminnilega. Stjörnurnar og sólin skinu skært í liðinni viku og fór mikið fyrir allskyns fögnuðum, ferðalögum og almennum glamúr. Ferðalög erlendis voru áberandi sem og útilegur innanlands enda lék veðrið við landann þessa helgina. Leikonan Íris Tanja, sem sló í gegn í Netflix þáttaröðinni Kötlu var ein af þeim sem naut sín í útilegu og birti þessa fallegu mynd. View this post on Instagram A post shared by I ris Tanja (@iristanja) Forsetahjónin Eliza og Guðni skelltu sér í göngu upp í Reykjadal og slökuðu á í heitum læknum. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú fylgir Elizu á Instagram og segist í athugasemd vera græn af öfund. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Þá skelltu forsetahjónin sér á Árbæjarsafn á laugardaginn á sýningu sem er hluti af Reykjavík Fringe. Þann dag fögnuðu þau líka sautján ára brúðkaupsafmæli. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Kolbrún Pálína naut sólarinnar á Tenerife í kærkomnu fríi og fyllti á hugmyndabankann. Stundum má lífið vera ljúft. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Pa li na Helgadóttir (@kolbrunpalina) Hljómsveitin Góss skipuð Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmunds og Guðmundi Óskari, er nú á tónleikaferðalagi um landið til 16. júlí. Á fimmtudaginn heimsóttu þau Hveragerði í blíðskaparveðri. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Thorlacius (@sthorl) Tónleikarnir í Básum í Þórsmörk á laugardagskvöldinu voru svo sannarlega vel heppnaðir. Ekki var þetta ljótt og ekki var þetta leiðinlegt. Eins og góður maður benti á; „aumingja þeir sem eru ekki hérna,“ Það er ekkert í heimi betra. Takk fyrir okkur. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Thorlacius (@sthorl) Einar Þorsteinsson í Kastljósinu og Milla Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, voru á meðal þeirra sem sóttu GÓSS tónleika í Ásbrekku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Einar kom vel undirbúinn vopnaður útilegustólum og nutu þau fagurra tóna í rjómablíðu. Auðunn Blöndal og Rakel skírðu yngri strákinn sinn um helgina og fékk hann nafnið Matteó Orri Blöndal. Auðunn birti fallega mynd af sér og skírnarbarninu. „Reyndum að draga Rakel og Tedda með á myndina án árangurs.“ View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Stoltur fjölskyldufaðir Það voru fleiri sem nýttu þessa fallegu helgi í skírnarveislur en fjölmiðlakonan Viktoría Hermanns og skemmtikrafturinn Sóli Hólm gáfu litla drengnum sínum nafnið Hermann Flóki. Sóli birti fallega mynd af fjölskyldunni þar sem hann segir eldri systkyni hafi tekið virkan þátt í athöfninni. Hinn nýfermdi Matthías er guðfaðir barnsins og fengu Birta og Baldvin að tilkynna nafnið. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Opnun Bankastrætis club Mikið var um litadýrð á opnun skemmtistaðarins Bankastræti Club á föstudagsvköldið. Birgitta Líf eigandi staðarins var geislandi í ljósbleikum kjól frá Hildi Yeoman. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Bjo rnsdo ttir (@birgittalif) Birgitta segist alsæl með viðtökurnar og svífur um á bleiku skýi. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Bjo rnsdo ttir (@birgittalif) Samfélagsmiðlastjörnurnar og vinkonur Birgittu þær Sunneva Einars og Ástrós Trausta létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og stilltu sér upp í litríkum og glasandi fatnaði frá Hildi Yeoman. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss) Leikkonan Krístín Péturs var einnig glæsileg á opnun staðarins. View this post on Instagram A post shared by Kristi n Pe tursdo ttir (@kristinpeturs) Söngvararnir síkátu þeir Friðrik Ómar og Jógvan una sér vel á tónleikaferðalaginu sínu Sveitalíf um land allt. Hér má sjá þá kappa með borgarstjóranum Degi B. Eggerts í blíðunni á Akureyri um helgina. Þeir skelltu sér líka út í Grímsey þar sem þeir tróðu upp. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Sönggyðjan Salka Sól hefur vakið mikla athygli fyrir prjónauppskriftirnar sínar en hún byrjaði að prjóna þegar hún var ófrísk af dóttur sinni. Um helgina birti hún mynd af sér í fallegri prjónapeysu og segir; Þið kannski djamma - ég bara prjóna! View this post on Instagram A post shared by S A L K A S Ó L (@salkaeyfeld) Fegurðardrottningin okkar eina sanna Linda Pé birti myndbrot úr myndatöku um helgina þar sem hún var glæsileg að vanda. View this post on Instagram A post shared by LI D PE TURSDO TTIR (@lindape) Fótboltastjarnan, dansstjarnan og fyrirsætan Rúrik Gíslason birti níu myndir af sér í sömu fötunum á Instagram og biður fólk að velja bestu myndina. Er þetta ekki bara úllen dúllen Rúrik? View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) Fótboltasérfræðingurinn og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason birti einstaklega skemmtilega mynd af sér og kærustu sinni Heiðrúnu Lind framkvæmdastjóra SFS sem fagnaði afmæli sínu um helgina. Glæsilegt par hér á ferð. View this post on Instagram A post shared by Hjo rvar Hafliða (@hjorvarhaflida) Samfélagsmiðlastjarnar og förðunarfræðingurinn Thelma Guðmunds er þessa dagana stödd á Spáni í frí með fjölskyldunni. Hún birti fallega mynd af sér og syni sínum Jökli eftir smá busl í sundlauginni. View this post on Instagram A post shared by (@thelmagudmunds) Sumarið er svo sannarlega tíminn. Bubbi í essinu sínu í veiði. View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Leikkonan og sjarmatröllið Ilmur Kristjáns alsæl eftir 24 km hlaup í Þorvaldsskokkinu. Geggjað óbyggðahlaup. Maður varð þakklátur í hvert skipti sem fóturinn sökk niður fyrir ökla í vætu og mýri til að fá smá kælingu. Algjörlega geggjað óbyggðahlaup! View this post on Instagram A post shared by Ilmur Kristjánsdóttir (@ilmurk) Þórunn Antonía birtir mynd af sér á nærfötunum og veltir fyrir sér afhverju konur séu svona gagnrýnar á líkama sinn og „þessa ímynduðu galla sem enginn annar sér.“ Hún segir áfram sjálfsást! View this post on Instagram A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia) Tónlistarmaðurinn Krummi naut sólarinnar í Reykjavík um helgina. View this post on Instagram A post shared by (@krummimusic) Söngkonan síunga Svala Björgvins og Kristján Grétarsson spiluðu saman í einum af brúðkaupum helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Edda Falak biður fólk ekki að vera að þvælast fyrir. View this post on Instagram A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak) Leikkonan Unnur Eggerts birti fallega mynd af sér og fagnar afmæli sínu. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Söngdívurnar Selma og Svala glæsilegar í brúðkaupsveislu í Hafnarfirði um helgina. View this post on Instagram A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) Selma ásamt kærastanum sínum Kolbeini Tuma, fréttastjóra Vísis, í sömu veislu þar sem Svala söng nokkur lög. View this post on Instagram A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) Þá létu Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, starfsmaður breska sendiráðsins, pússa sig saman á laugardaginn. Nánar um það hér. Stjörnulífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Ferðalög erlendis voru áberandi sem og útilegur innanlands enda lék veðrið við landann þessa helgina. Leikonan Íris Tanja, sem sló í gegn í Netflix þáttaröðinni Kötlu var ein af þeim sem naut sín í útilegu og birti þessa fallegu mynd. View this post on Instagram A post shared by I ris Tanja (@iristanja) Forsetahjónin Eliza og Guðni skelltu sér í göngu upp í Reykjadal og slökuðu á í heitum læknum. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú fylgir Elizu á Instagram og segist í athugasemd vera græn af öfund. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Þá skelltu forsetahjónin sér á Árbæjarsafn á laugardaginn á sýningu sem er hluti af Reykjavík Fringe. Þann dag fögnuðu þau líka sautján ára brúðkaupsafmæli. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Kolbrún Pálína naut sólarinnar á Tenerife í kærkomnu fríi og fyllti á hugmyndabankann. Stundum má lífið vera ljúft. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Pa li na Helgadóttir (@kolbrunpalina) Hljómsveitin Góss skipuð Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmunds og Guðmundi Óskari, er nú á tónleikaferðalagi um landið til 16. júlí. Á fimmtudaginn heimsóttu þau Hveragerði í blíðskaparveðri. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Thorlacius (@sthorl) Tónleikarnir í Básum í Þórsmörk á laugardagskvöldinu voru svo sannarlega vel heppnaðir. Ekki var þetta ljótt og ekki var þetta leiðinlegt. Eins og góður maður benti á; „aumingja þeir sem eru ekki hérna,“ Það er ekkert í heimi betra. Takk fyrir okkur. View this post on Instagram A post shared by Sigríður Thorlacius (@sthorl) Einar Þorsteinsson í Kastljósinu og Milla Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, voru á meðal þeirra sem sóttu GÓSS tónleika í Ásbrekku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Einar kom vel undirbúinn vopnaður útilegustólum og nutu þau fagurra tóna í rjómablíðu. Auðunn Blöndal og Rakel skírðu yngri strákinn sinn um helgina og fékk hann nafnið Matteó Orri Blöndal. Auðunn birti fallega mynd af sér og skírnarbarninu. „Reyndum að draga Rakel og Tedda með á myndina án árangurs.“ View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Stoltur fjölskyldufaðir Það voru fleiri sem nýttu þessa fallegu helgi í skírnarveislur en fjölmiðlakonan Viktoría Hermanns og skemmtikrafturinn Sóli Hólm gáfu litla drengnum sínum nafnið Hermann Flóki. Sóli birti fallega mynd af fjölskyldunni þar sem hann segir eldri systkyni hafi tekið virkan þátt í athöfninni. Hinn nýfermdi Matthías er guðfaðir barnsins og fengu Birta og Baldvin að tilkynna nafnið. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Opnun Bankastrætis club Mikið var um litadýrð á opnun skemmtistaðarins Bankastræti Club á föstudagsvköldið. Birgitta Líf eigandi staðarins var geislandi í ljósbleikum kjól frá Hildi Yeoman. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Bjo rnsdo ttir (@birgittalif) Birgitta segist alsæl með viðtökurnar og svífur um á bleiku skýi. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Bjo rnsdo ttir (@birgittalif) Samfélagsmiðlastjörnurnar og vinkonur Birgittu þær Sunneva Einars og Ástrós Trausta létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og stilltu sér upp í litríkum og glasandi fatnaði frá Hildi Yeoman. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss) Leikkonan Krístín Péturs var einnig glæsileg á opnun staðarins. View this post on Instagram A post shared by Kristi n Pe tursdo ttir (@kristinpeturs) Söngvararnir síkátu þeir Friðrik Ómar og Jógvan una sér vel á tónleikaferðalaginu sínu Sveitalíf um land allt. Hér má sjá þá kappa með borgarstjóranum Degi B. Eggerts í blíðunni á Akureyri um helgina. Þeir skelltu sér líka út í Grímsey þar sem þeir tróðu upp. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Sönggyðjan Salka Sól hefur vakið mikla athygli fyrir prjónauppskriftirnar sínar en hún byrjaði að prjóna þegar hún var ófrísk af dóttur sinni. Um helgina birti hún mynd af sér í fallegri prjónapeysu og segir; Þið kannski djamma - ég bara prjóna! View this post on Instagram A post shared by S A L K A S Ó L (@salkaeyfeld) Fegurðardrottningin okkar eina sanna Linda Pé birti myndbrot úr myndatöku um helgina þar sem hún var glæsileg að vanda. View this post on Instagram A post shared by LI D PE TURSDO TTIR (@lindape) Fótboltastjarnan, dansstjarnan og fyrirsætan Rúrik Gíslason birti níu myndir af sér í sömu fötunum á Instagram og biður fólk að velja bestu myndina. Er þetta ekki bara úllen dúllen Rúrik? View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) Fótboltasérfræðingurinn og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason birti einstaklega skemmtilega mynd af sér og kærustu sinni Heiðrúnu Lind framkvæmdastjóra SFS sem fagnaði afmæli sínu um helgina. Glæsilegt par hér á ferð. View this post on Instagram A post shared by Hjo rvar Hafliða (@hjorvarhaflida) Samfélagsmiðlastjarnar og förðunarfræðingurinn Thelma Guðmunds er þessa dagana stödd á Spáni í frí með fjölskyldunni. Hún birti fallega mynd af sér og syni sínum Jökli eftir smá busl í sundlauginni. View this post on Instagram A post shared by (@thelmagudmunds) Sumarið er svo sannarlega tíminn. Bubbi í essinu sínu í veiði. View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Leikkonan og sjarmatröllið Ilmur Kristjáns alsæl eftir 24 km hlaup í Þorvaldsskokkinu. Geggjað óbyggðahlaup. Maður varð þakklátur í hvert skipti sem fóturinn sökk niður fyrir ökla í vætu og mýri til að fá smá kælingu. Algjörlega geggjað óbyggðahlaup! View this post on Instagram A post shared by Ilmur Kristjánsdóttir (@ilmurk) Þórunn Antonía birtir mynd af sér á nærfötunum og veltir fyrir sér afhverju konur séu svona gagnrýnar á líkama sinn og „þessa ímynduðu galla sem enginn annar sér.“ Hún segir áfram sjálfsást! View this post on Instagram A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia) Tónlistarmaðurinn Krummi naut sólarinnar í Reykjavík um helgina. View this post on Instagram A post shared by (@krummimusic) Söngkonan síunga Svala Björgvins og Kristján Grétarsson spiluðu saman í einum af brúðkaupum helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Edda Falak biður fólk ekki að vera að þvælast fyrir. View this post on Instagram A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak) Leikkonan Unnur Eggerts birti fallega mynd af sér og fagnar afmæli sínu. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Söngdívurnar Selma og Svala glæsilegar í brúðkaupsveislu í Hafnarfirði um helgina. View this post on Instagram A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) Selma ásamt kærastanum sínum Kolbeini Tuma, fréttastjóra Vísis, í sömu veislu þar sem Svala söng nokkur lög. View this post on Instagram A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) Þá létu Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, starfsmaður breska sendiráðsins, pússa sig saman á laugardaginn. Nánar um það hér.
Stjörnulífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira