Van Gaal gerði lítið úr hollenska karlalandsliðinu fyrir framan kvennaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:01 Louis van Gaal verður væntanlega næsti landsliðsþjálfari Hollendinga og hann er byrjaður að reyna að koma stjörnum landsliðsins niður á jörðina. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Einn frægasti knattspyrnuþjálfari Hollendinga skaut á fótboltalandslið þjóðarinnar eftir frammistöðu liðsins á EM alls staðar í sumar. Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu. EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu.
EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira