Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 22:23 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vísir/Vefmyndavél Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13
Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40
Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13