Heimavöllurinn kemur sér vel Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 22:30 England leikur aðeins einn leik burtu frá heimavelli sínum, Wembley, á EM. Pool via AP/Andy Rain Ljóst er eftir gærdaginn hvaða fjögur lið leika til undanúrslita á Evrópumóti karla í fótbolta sem haldið er víðsvegar um Evrópu. Liðin fjögur eiga það sameiginlegt að hafa ferðast minna en margur í mótinu. Ljóst var þegar stefnt var að því að halda Evrópumót víðsvegar um álfuna að það kæmi sér betur fyrir einhver liðin fram yfir önnur. Svisslendingar ferðuðust hvað mest á mótinu þar þeir áttu tvo leiki í Bakú í Aserbaídsjan í riðlakeppninni og leik í Róm í millitíðinni. Á sama tíma léku Ítalir, eitt fjögurra liða í undanúrslitunum, alla sína leiki í höfuðborg sinni. Spánverjar, sem mæta Ítölum í undanúrslitum á þriðjudagskvöld, slógu Svisslendinga úr keppni í Pétursborg á föstudag, en þeir höfðu fyrir það leikið alla leiki sína í riðlakeppninni á heimavelli í Sevilla, og ferðast til Kaupmannahafnar fyrir 16-liða úrslitin. Þeir svissnesku höfðu farið frá Zurich til Búkarest í 16-liða úrslitin áður en Spánverjar biðu þeirra í 8-liða úrslitunum. Englendingar rúlluðu yfir þreytulegt úkraínskt landslið í Róm í gærkvöld ,í sínum fyrsta leik utan landsteina sinna, og jafnframt þann eina, þar sem undanúrslitin og úrslitin fara fram á Wembley. Úkraínska liðið hafði leikið í Amsterdam, Búkarest og Glasgow fyrir 4-0 tapið fyrir þeim ensku. Danir voru í sömu stöðu og hin liðin þrjú. Þeir léku alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken í Kaupmannahöfn á meðan mótherjar þeirra þar léku allir einnig í Pétursborg í Rússlandi. Danir fóru þaðan til Amsterdam í 16-liða úrslitin og fóru svo alla leið austur til Bakú þar sem þeir lögðu Tékka í 8-liða úrslitunum. Vafalaust hefur ferðaleysi þessara liða haft góð áhrif á þeirra gengi þar sem þeim gefst betri fasti í rútínu, meiri hvíld, meiri tími til æfinga auk þess að sleppa við áhrifin af því að flakka mikið milli tímasvæða. Hér má sjá gróft metnar ferðatölur allra liða fram að og að meðtöldum leikjum í 16-liða úrslitum. Fyrri undanúrslitaleikurinn á EM er milli Ítalíu og Spánar og fer fram klukkan 19:00 á Wembley á þriðjudagskvöld. Englendingar taka á móti Dönum í síðari leiknum sem er á sama tíma kvöldi síðar. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona líta undanúrslitin á EM út England varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Ljóst er því hvaða lið munu mætast. 3. júlí 2021 23:30 Sjáðu mörk Englendinga gegn Úkraínu England vann einkar öruggan 4-0 sigur á Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik drápu þrjú mörk snemma í síðari hálfleiknum leikinn. 3. júlí 2021 21:30 Danir í undanúrslit í fjórða sinn Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár. 3. júlí 2021 18:00 Sjáðu frábært mark Insigne og línubjörgun Spinazzola Ítalía vann 2-1 sigur á Belgíu í stórleik 8-liða úrslita Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Glæsilegt mark Lorenzo Insigne var munurinn á liðunum og þá hafði frábær björgun Leonardo Spinazzola mikið að segja. 2. júlí 2021 23:30 Sjáðu mörkin og vítakeppnina milli Spánar og Sviss Spánverjar fóru í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í dag eftir sigur Sviss eftir vítakeppni. Liðin skildu jöfn 1-1 í venjulegum leiktíma og framlengingu en Spánverjar unnu 3-1 í vítaspyrnukeppni. 2. júlí 2021 22:16 Fleiri sjálfsmörk í ár en á öllum fyrri mótum til samans Sjálfsmark Denis Zakaria, leikmanns Sviss, gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM í kvöld var það tíunda á yfirstandandi Evrópumóti. Fáheyrt er að svo mörg sjálfsmörk séu skoruð á einu og sama mótinu, enda eru mörkin tíu fleiri en á öllum fyrri EM-keppnum til samans. 2. júlí 2021 19:45 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Ljóst var þegar stefnt var að því að halda Evrópumót víðsvegar um álfuna að það kæmi sér betur fyrir einhver liðin fram yfir önnur. Svisslendingar ferðuðust hvað mest á mótinu þar þeir áttu tvo leiki í Bakú í Aserbaídsjan í riðlakeppninni og leik í Róm í millitíðinni. Á sama tíma léku Ítalir, eitt fjögurra liða í undanúrslitunum, alla sína leiki í höfuðborg sinni. Spánverjar, sem mæta Ítölum í undanúrslitum á þriðjudagskvöld, slógu Svisslendinga úr keppni í Pétursborg á föstudag, en þeir höfðu fyrir það leikið alla leiki sína í riðlakeppninni á heimavelli í Sevilla, og ferðast til Kaupmannahafnar fyrir 16-liða úrslitin. Þeir svissnesku höfðu farið frá Zurich til Búkarest í 16-liða úrslitin áður en Spánverjar biðu þeirra í 8-liða úrslitunum. Englendingar rúlluðu yfir þreytulegt úkraínskt landslið í Róm í gærkvöld ,í sínum fyrsta leik utan landsteina sinna, og jafnframt þann eina, þar sem undanúrslitin og úrslitin fara fram á Wembley. Úkraínska liðið hafði leikið í Amsterdam, Búkarest og Glasgow fyrir 4-0 tapið fyrir þeim ensku. Danir voru í sömu stöðu og hin liðin þrjú. Þeir léku alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken í Kaupmannahöfn á meðan mótherjar þeirra þar léku allir einnig í Pétursborg í Rússlandi. Danir fóru þaðan til Amsterdam í 16-liða úrslitin og fóru svo alla leið austur til Bakú þar sem þeir lögðu Tékka í 8-liða úrslitunum. Vafalaust hefur ferðaleysi þessara liða haft góð áhrif á þeirra gengi þar sem þeim gefst betri fasti í rútínu, meiri hvíld, meiri tími til æfinga auk þess að sleppa við áhrifin af því að flakka mikið milli tímasvæða. Hér má sjá gróft metnar ferðatölur allra liða fram að og að meðtöldum leikjum í 16-liða úrslitum. Fyrri undanúrslitaleikurinn á EM er milli Ítalíu og Spánar og fer fram klukkan 19:00 á Wembley á þriðjudagskvöld. Englendingar taka á móti Dönum í síðari leiknum sem er á sama tíma kvöldi síðar. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona líta undanúrslitin á EM út England varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Ljóst er því hvaða lið munu mætast. 3. júlí 2021 23:30 Sjáðu mörk Englendinga gegn Úkraínu England vann einkar öruggan 4-0 sigur á Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik drápu þrjú mörk snemma í síðari hálfleiknum leikinn. 3. júlí 2021 21:30 Danir í undanúrslit í fjórða sinn Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár. 3. júlí 2021 18:00 Sjáðu frábært mark Insigne og línubjörgun Spinazzola Ítalía vann 2-1 sigur á Belgíu í stórleik 8-liða úrslita Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Glæsilegt mark Lorenzo Insigne var munurinn á liðunum og þá hafði frábær björgun Leonardo Spinazzola mikið að segja. 2. júlí 2021 23:30 Sjáðu mörkin og vítakeppnina milli Spánar og Sviss Spánverjar fóru í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í dag eftir sigur Sviss eftir vítakeppni. Liðin skildu jöfn 1-1 í venjulegum leiktíma og framlengingu en Spánverjar unnu 3-1 í vítaspyrnukeppni. 2. júlí 2021 22:16 Fleiri sjálfsmörk í ár en á öllum fyrri mótum til samans Sjálfsmark Denis Zakaria, leikmanns Sviss, gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM í kvöld var það tíunda á yfirstandandi Evrópumóti. Fáheyrt er að svo mörg sjálfsmörk séu skoruð á einu og sama mótinu, enda eru mörkin tíu fleiri en á öllum fyrri EM-keppnum til samans. 2. júlí 2021 19:45 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Svona líta undanúrslitin á EM út England varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Ljóst er því hvaða lið munu mætast. 3. júlí 2021 23:30
Sjáðu mörk Englendinga gegn Úkraínu England vann einkar öruggan 4-0 sigur á Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik drápu þrjú mörk snemma í síðari hálfleiknum leikinn. 3. júlí 2021 21:30
Danir í undanúrslit í fjórða sinn Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár. 3. júlí 2021 18:00
Sjáðu frábært mark Insigne og línubjörgun Spinazzola Ítalía vann 2-1 sigur á Belgíu í stórleik 8-liða úrslita Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Glæsilegt mark Lorenzo Insigne var munurinn á liðunum og þá hafði frábær björgun Leonardo Spinazzola mikið að segja. 2. júlí 2021 23:30
Sjáðu mörkin og vítakeppnina milli Spánar og Sviss Spánverjar fóru í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í dag eftir sigur Sviss eftir vítakeppni. Liðin skildu jöfn 1-1 í venjulegum leiktíma og framlengingu en Spánverjar unnu 3-1 í vítaspyrnukeppni. 2. júlí 2021 22:16
Fleiri sjálfsmörk í ár en á öllum fyrri mótum til samans Sjálfsmark Denis Zakaria, leikmanns Sviss, gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM í kvöld var það tíunda á yfirstandandi Evrópumóti. Fáheyrt er að svo mörg sjálfsmörk séu skoruð á einu og sama mótinu, enda eru mörkin tíu fleiri en á öllum fyrri EM-keppnum til samans. 2. júlí 2021 19:45
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn