Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Hann gefur kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar og segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins.

Hinn forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja.

Ný bylgja kórónuveirufaraldursins virðist vera að skella á Barcelona-borg. Smitin eru lang flest meðal ungs fólks sem nýtur lífsins á ströndinni og næturlífinu. Við lítum við í Barcelona.

Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem hefjast á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×