„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2021 14:00 Veðurstofan. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira