Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2021 16:40 Gígurinn í Geldingadölum nú síðdegis. Enn rýkur upp úr gígnum þótt ekki sjáist til rennandi hrauns. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. „Óróinn snarminnkaði í eftirmiðdaginn. Það er þó ennþá gosórói,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir óróann ekki hafa minnkað jafn mikið núna og gerðist fyrr í vikunni þegar hlé virðist hafa orðið á gosinu. Á vefmyndavélinni hefur sést rjúka upp úr gígnum nú síðdegis og því líklegt að þar sé opin hrauntjörn, þótt ekki sjáist hraun berast frá gígnum á yfirborði. Raunar mátti sjá glytta í hraunslettu nú síðdegis þannig að enn virðist krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir óróa í eldstöðinnni síðustu tíu daga. Sjá má hvar óróinn féll niður 29. júní þegar gosið virðist hafa legið niðri. Einnig hamaganginn í kringum miðnætti 30. júní. Lengst til hægri sést hvernig óróinn hefur minnkað í dag.Veðurstofa Íslands Gosórói féll einnig niður á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags og spurðu margir sig hvort farið væri að hylla undir goslok. Telur Páll nokkuð víst að þá hafi gosið legið niðri í nokkrar klukkustundir. Eldstöðin var hins vegar fljót að þagga niður í vangaveltum um að hún væri komin að fótum fram. Í fyrrakvöld sendi hún frá sér svo öflugar hraungusur að það flæddi yfir gígbarmana allan hringinn, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: Hér má tengjast vefmyndavél Vísis til að sjá eldstöðina í beinni útsendingu: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Óróinn snarminnkaði í eftirmiðdaginn. Það er þó ennþá gosórói,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir óróann ekki hafa minnkað jafn mikið núna og gerðist fyrr í vikunni þegar hlé virðist hafa orðið á gosinu. Á vefmyndavélinni hefur sést rjúka upp úr gígnum nú síðdegis og því líklegt að þar sé opin hrauntjörn, þótt ekki sjáist hraun berast frá gígnum á yfirborði. Raunar mátti sjá glytta í hraunslettu nú síðdegis þannig að enn virðist krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir óróa í eldstöðinnni síðustu tíu daga. Sjá má hvar óróinn féll niður 29. júní þegar gosið virðist hafa legið niðri. Einnig hamaganginn í kringum miðnætti 30. júní. Lengst til hægri sést hvernig óróinn hefur minnkað í dag.Veðurstofa Íslands Gosórói féll einnig niður á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags og spurðu margir sig hvort farið væri að hylla undir goslok. Telur Páll nokkuð víst að þá hafi gosið legið niðri í nokkrar klukkustundir. Eldstöðin var hins vegar fljót að þagga niður í vangaveltum um að hún væri komin að fótum fram. Í fyrrakvöld sendi hún frá sér svo öflugar hraungusur að það flæddi yfir gígbarmana allan hringinn, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: Hér má tengjast vefmyndavél Vísis til að sjá eldstöðina í beinni útsendingu:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00
Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57
Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36