Myndband af Henderson á hliðarlínunni í Þjóðverjaleiknum vekur lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 10:00 Jordan Henderson faðmar markaskorarana Raheem Sterling og Harry Kane í leikslok. Getty/Shaun Botterill Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er kannski í aukahlutverki í enska landsliðinu á EM en hann hefur fengið mikið lof eftir að myndband af honum fór á flug á neitnu. Enska landsliðið komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum á þriðjudaginn. Þetta var langþráður sigur hjá þeim ensku enda sá fyrsti á Þjóðverjum á stórmóti í 55 ár. Harry Kane fór langt með að innsigla sigurinn þegar hann kom enska landsliðinu í 2-0 á 86. mínútu. Harry Kane scored England's 2nd goal as Jordan Henderson waited to come on and his live reaction to the build up and finish was caught on camera. Amazing! https://t.co/rLLd5VKkRS— SPORTbible (@sportbible) June 30, 2021 Rétt áður en markið kom þá var landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate búinn að ákveða að setja Jordan Henderson inn á völlinn síðustu mínúturnar. Henderson stóð því á hliðarlínunni tilbúinn að koma inn til að landa sigri og sæti í átta liða úrslitunum. Myndavélin var á Henderson alla sókn enska liðsins sem endaði með stoðsendingu Jack Grealish og skallamarki Kane. Henderson rekur sína menn áfram í sókninni og fagnar svo markinu innilega. Hann endar svo á því að faðma Southgate landsliðsþjálfara. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem UEFA setti inn á EM Twittersíðu sína. When you're waiting to come on but end up celebrating a goal! @JHenderson living every moment #EURO2020 | @England pic.twitter.com/xgwtelabpD— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Henderson komst loksins inn á völlinn stuttu síðar fyrir Declan Rice og átti þátt í því að landa þessum sögulega sigri. Henderson hefur fengið hrós fyrir frábært hugarfari hjá leikmanni sem hefur þurft að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum alla keppnina. Þarna sýnir hann leiðtogahæfileikana sína sem Liverpool stuðningsmenn elska hann fyrir. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Enska landsliðið komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum á þriðjudaginn. Þetta var langþráður sigur hjá þeim ensku enda sá fyrsti á Þjóðverjum á stórmóti í 55 ár. Harry Kane fór langt með að innsigla sigurinn þegar hann kom enska landsliðinu í 2-0 á 86. mínútu. Harry Kane scored England's 2nd goal as Jordan Henderson waited to come on and his live reaction to the build up and finish was caught on camera. Amazing! https://t.co/rLLd5VKkRS— SPORTbible (@sportbible) June 30, 2021 Rétt áður en markið kom þá var landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate búinn að ákveða að setja Jordan Henderson inn á völlinn síðustu mínúturnar. Henderson stóð því á hliðarlínunni tilbúinn að koma inn til að landa sigri og sæti í átta liða úrslitunum. Myndavélin var á Henderson alla sókn enska liðsins sem endaði með stoðsendingu Jack Grealish og skallamarki Kane. Henderson rekur sína menn áfram í sókninni og fagnar svo markinu innilega. Hann endar svo á því að faðma Southgate landsliðsþjálfara. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem UEFA setti inn á EM Twittersíðu sína. When you're waiting to come on but end up celebrating a goal! @JHenderson living every moment #EURO2020 | @England pic.twitter.com/xgwtelabpD— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Henderson komst loksins inn á völlinn stuttu síðar fyrir Declan Rice og átti þátt í því að landa þessum sögulega sigri. Henderson hefur fengið hrós fyrir frábært hugarfari hjá leikmanni sem hefur þurft að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum alla keppnina. Þarna sýnir hann leiðtogahæfileikana sína sem Liverpool stuðningsmenn elska hann fyrir. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira