CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 07:30 Leikmenn Phoenix Suns eru búnir að tryggja sér einn titil, sem vesturdeildarmeistarar, en ætla sér að sjálfsögðu að verða NBA-meistarar. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri. Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira