Amma og afi eflaust með Bleikt og blátt í skápnum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júlí 2021 07:01 Tónlistarkonan Saga B svarar spurningum um strippið, rappið og tónlistarferilinn sem hún byrjaði fyrir aðeins ári síðan í viðtali við Harmageddon. „Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði svo að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör,“ segir tónlistarkonan Saga B í viðtali við Harmageddon. Berglind Saga, betur þekkt sem Saga B, er 28 ára gömul tónlistarkona, móðir og Hafnarfjarðarmær, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert athugavert við strippdans „Ég er bara ósköp venjulega stelpa,“ segir Saga þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér í byrjun viðtals. Saga vakti mikla athygli landsmanna eftir að hafa dansað djarfan dans við tónlistaratriði Bassa Maraj í fjölskylduþættinum Vikan með Gísla Marteini á Rúv. Aðspurð hvort atriðið hafi verið við hæfi í þætti sem að „ömmur og afar horfa á“ stóð ekki á svörum. „Amma mín og afi voru ábyggilega með Bleikt og blátt inni í skáp,“ segir Saga og bætir því við að henni finnist ekkert athugavert við það að strippdans sé sýndur á ríkismiðli, þó svo að strippstaðir séu ólöglegir hér á landi. Bifvélavirkjun, naglafræði og einkaþjálfun Saga kláraði grunndeild bílaiðnaðar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þaðan lá leið hennar í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Ég var bara alltaf með bilaðan áhuga á öllu sem tengist mótorsporti og bílum. Bróðir hennar mömmu var bifvélavirki. Ég fór svo í starfskynningu á bifvélaverkstæði og hugsaði, ég ætla að gera þetta! Núna er ég með bifvélavirkjunina, með diplóma í naglafræði og einkaþjálfari. Tónlistarferill Sögu byrjaði á síðasta ári og hefur hún nú þegar sent út frá sér átta lög á streymisveitunni Spotify. „Ég hef verið mjög músíkölsk frá því að ég var lítil stelpa, verið með þennan draum síðan ég var lítil. Svo að ég ákvað að láta til skarar skríða,“ segir Saga aðspurð hvernig það hafi atvikast að hún hafi byrjað að reyna fyrir sér í tónlistarheiminum. Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör í fyrstu. Hún hafi þó ekki gefist upp og ári síðar hafi svörin byrjað að berast. Bæði rappar og syngur Fyrstu þrjú lögin sem hún gaf út segir hún hafa verið hálfgerða tilraun þar sem hún prófaði sig áfram með ólíka stíla til að læra. „Svo ákvað ég bara að gera EP plötu og gerði Bangers sem kom út í desember.“ Saga bæði syngur og rappar í lögum sínum og þegar Frosti spyr hana hvort hún skilgreini sig sem rappara svarar hún: Bæði bara, get sungið í mörgum tónum og get svo rappað. Nýjasta lag Sögu heitir Bottle Service og gaf hún einnig út afar djarft myndband við lagið. Þegar hún er spurð út í gagnrýnisraddir segist hún átta sig á því að hún geti ekki verið allra en hún skilji þó ekki þessa gagnrýni á strippið eða djarfan dans. „Ef þið farið til útlanda er ekki alltaf gaman að fara á strippstað?“ spyr hún þáttastjórnendur sem koma sér pent undan svörum. Hún segir að strippstaðir ættu að vera löglegir og þessi möguleiki ætti að vera í boði fyrir þær stelpur vilji dansa. Súlan er ákveðin list. Mér finnst eins og allt eigi að vera í boði, að þetta sé löglegt, allir á launaskrá og allt sé opið. Segir hungrið koma sér áfram Þó svo að hafa byrjaði að gefa út lög fyrir aðeins ári síðan er Saga komið með um fimm þúsund meðalhlustanir á mánuði á Spotify. Frosti ber tölurnar saman við meðal mánaðarhlustanir Reykjavíkurdætra: Þær eru með um sex þúsund meðalhlustanir á mánuði, hvernig stendur á því að þú sért með svipaða hlustun og þær? Ætli það sé ekki hungrið? Viðtalið við Sögu B í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Harmageddon - Alltaf gaman að kíkja á strippstaðina Harmageddon Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Sjá meira
Berglind Saga, betur þekkt sem Saga B, er 28 ára gömul tónlistarkona, móðir og Hafnarfjarðarmær, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert athugavert við strippdans „Ég er bara ósköp venjulega stelpa,“ segir Saga þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér í byrjun viðtals. Saga vakti mikla athygli landsmanna eftir að hafa dansað djarfan dans við tónlistaratriði Bassa Maraj í fjölskylduþættinum Vikan með Gísla Marteini á Rúv. Aðspurð hvort atriðið hafi verið við hæfi í þætti sem að „ömmur og afar horfa á“ stóð ekki á svörum. „Amma mín og afi voru ábyggilega með Bleikt og blátt inni í skáp,“ segir Saga og bætir því við að henni finnist ekkert athugavert við það að strippdans sé sýndur á ríkismiðli, þó svo að strippstaðir séu ólöglegir hér á landi. Bifvélavirkjun, naglafræði og einkaþjálfun Saga kláraði grunndeild bílaiðnaðar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þaðan lá leið hennar í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Ég var bara alltaf með bilaðan áhuga á öllu sem tengist mótorsporti og bílum. Bróðir hennar mömmu var bifvélavirki. Ég fór svo í starfskynningu á bifvélaverkstæði og hugsaði, ég ætla að gera þetta! Núna er ég með bifvélavirkjunina, með diplóma í naglafræði og einkaþjálfari. Tónlistarferill Sögu byrjaði á síðasta ári og hefur hún nú þegar sent út frá sér átta lög á streymisveitunni Spotify. „Ég hef verið mjög músíkölsk frá því að ég var lítil stelpa, verið með þennan draum síðan ég var lítil. Svo að ég ákvað að láta til skarar skríða,“ segir Saga aðspurð hvernig það hafi atvikast að hún hafi byrjað að reyna fyrir sér í tónlistarheiminum. Ég byrjaði að hafa samband við pródúsera, fór að fylgjast með öðrum tónlistarmönnum og byrjaði að senda skilaboð, fékk náttúrulega engin svör í fyrstu. Hún hafi þó ekki gefist upp og ári síðar hafi svörin byrjað að berast. Bæði rappar og syngur Fyrstu þrjú lögin sem hún gaf út segir hún hafa verið hálfgerða tilraun þar sem hún prófaði sig áfram með ólíka stíla til að læra. „Svo ákvað ég bara að gera EP plötu og gerði Bangers sem kom út í desember.“ Saga bæði syngur og rappar í lögum sínum og þegar Frosti spyr hana hvort hún skilgreini sig sem rappara svarar hún: Bæði bara, get sungið í mörgum tónum og get svo rappað. Nýjasta lag Sögu heitir Bottle Service og gaf hún einnig út afar djarft myndband við lagið. Þegar hún er spurð út í gagnrýnisraddir segist hún átta sig á því að hún geti ekki verið allra en hún skilji þó ekki þessa gagnrýni á strippið eða djarfan dans. „Ef þið farið til útlanda er ekki alltaf gaman að fara á strippstað?“ spyr hún þáttastjórnendur sem koma sér pent undan svörum. Hún segir að strippstaðir ættu að vera löglegir og þessi möguleiki ætti að vera í boði fyrir þær stelpur vilji dansa. Súlan er ákveðin list. Mér finnst eins og allt eigi að vera í boði, að þetta sé löglegt, allir á launaskrá og allt sé opið. Segir hungrið koma sér áfram Þó svo að hafa byrjaði að gefa út lög fyrir aðeins ári síðan er Saga komið með um fimm þúsund meðalhlustanir á mánuði á Spotify. Frosti ber tölurnar saman við meðal mánaðarhlustanir Reykjavíkurdætra: Þær eru með um sex þúsund meðalhlustanir á mánuði, hvernig stendur á því að þú sért með svipaða hlustun og þær? Ætli það sé ekki hungrið? Viðtalið við Sögu B í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Harmageddon - Alltaf gaman að kíkja á strippstaðina
Harmageddon Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Sjá meira