Háseti rekinn fyrir Instagram-færslu og fær ekki bætur Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 14:16 Myndskeiðið sem varð hásetanum að falli var tekið á varðskipinu Þór. Vísir/Vilhelm Háseti sem sagt var upp störfum hjá Landhelgisgæslunni fór fram á rúmlega sex milljónir króna í bætur vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af öllum kröfum mannsins í gær. Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök. Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök.
Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira