Foreldrar stjarnanna rifust eftir tap Frakka Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 08:34 Paul Pogba og Adrien Rabiot hafa ef til vill skammast sín fyrir framferði fjölskyldumeðlima á mánudagskvöldið. Getty/Marcio Machado Fjölskyldur Pauls Pogba og Kylians Mbappé fengu að heyra það í stúkunni á leik Frakklands og Sviss í Búkarest á mánudagskvöld, þegar Frakkar féllu úr leik á EM. Móðir liðsfélaga þeirra reifst og skammaðist. Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira