Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 20:13 Eldgígurinn á áttunda tímanum í kvöld. Hraunárnar flæða frá gígnum í miklum gusum. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36