Hraunflæðið stöðugt í tvo mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 17:51 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Hraunflæði í Fagradalshrauni mældist þrettán rúmmetrar á sekúndu á tímabilinu 11. til 26. júní. Það er hæsta talan sem hefur mælst hingað til þó munurinn sé ekki marktækur, miðað við síðustu vikur. Hraunflæðið hefur verið nánast stöðugt í tæpa tvo mánuði. Samkvæmt upplýsingum á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er það að meðaltali um tvöfalt meira en það var fyrstu sex vikur eldgossins. Þar segir enn fremur að hraunið mælist nú tæplega 80 milljónir rúmmetra og 3,82 ferkílómetrar. Aukning í flatarmáli á dag sé nú minni en í síðustu mælingum, sem náðu yfir tímabilið frá öðrum til ellefta júlí. Nú er flatarmálsaukningin um 40 þúsund fermetrar á dag en fyrr í mánuðinum var hún um 60 þúsund fermetrar á dag. Beina útsendingu af eldgosinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að skipta megi eldgosinu í þrjú tímabil. Það fyrsta hafi varið í um tvær vikur og einkennst af stöðugu en minnkandi hraunrennsli. Annað tímabilið hafi einkennst af opnun nýrra gosopa og nokkuð breytilegu hraunrennsli frá fimm til átta rúmmetra á sekúndu. Það tímabil stóð einnig yfir í tvær vikur. Þriðja tímabilið hefur nú staðið yfir í tæpan tvo og hálfan mánuð. Á því hefur öll virknin verið í einum gíg og hefur hraunrennsli verið nokkuð stöðugt. Ómögulegt er að segja til um hve lengi gosið mun standa yfir og hvaða þróun verður á hraunrennslinu. Hraunrásin er um sautján kílómetra djúp og tiltölulega þröng, þó hún hafi víkkað með tímanum. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er það að meðaltali um tvöfalt meira en það var fyrstu sex vikur eldgossins. Þar segir enn fremur að hraunið mælist nú tæplega 80 milljónir rúmmetra og 3,82 ferkílómetrar. Aukning í flatarmáli á dag sé nú minni en í síðustu mælingum, sem náðu yfir tímabilið frá öðrum til ellefta júlí. Nú er flatarmálsaukningin um 40 þúsund fermetrar á dag en fyrr í mánuðinum var hún um 60 þúsund fermetrar á dag. Beina útsendingu af eldgosinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að skipta megi eldgosinu í þrjú tímabil. Það fyrsta hafi varið í um tvær vikur og einkennst af stöðugu en minnkandi hraunrennsli. Annað tímabilið hafi einkennst af opnun nýrra gosopa og nokkuð breytilegu hraunrennsli frá fimm til átta rúmmetra á sekúndu. Það tímabil stóð einnig yfir í tvær vikur. Þriðja tímabilið hefur nú staðið yfir í tæpan tvo og hálfan mánuð. Á því hefur öll virknin verið í einum gíg og hefur hraunrennsli verið nokkuð stöðugt. Ómögulegt er að segja til um hve lengi gosið mun standa yfir og hvaða þróun verður á hraunrennslinu. Hraunrásin er um sautján kílómetra djúp og tiltölulega þröng, þó hún hafi víkkað með tímanum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23