Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 07:40 Einkennasýnatökur eru ekki þáttur í lýðgrundaðri skimun. Getty Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. Vísir hefur greint frá því að leghálssýnum hafi verið fargað samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann hefur í samskiptum við sjúklinga og kvensjúkdómalækna vísað til skimunarleiðbeininga landlæknisembættisins, sem meðal annars kveða á um að ákveðinn tími líði á milli sýnataka. Þetta þykir hins vegar orka tvímælis, bæði vegna þess að þarna er ákvörðunarvaldið um rannsóknir á sjúklingum tekið af læknum viðkomandi og vegna þess að í að minnsta kosti einhverjum tilvikum hefur verið um einkennasýnatökur að ræða. Einkennasýnatökur falla ekki undir skimunarleiðbeiningar, sem fjalla um lýðgrundaða skimun. Lýðgrunduð skimun er leit að vísbendingum um krabbamein eða forstig krabbameins hjá einkennalausum, heilbrigðum einstaklingum. Vilja komast framhjá Samhæfingarstöðinni Eftir að skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum voru fluttar frá Krabbameinsfélagi Íslands er málum hins vegar þannig háttað að rannsóknir á leghálssýnum hafa verið færðar úr landi. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem er rekin af Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, tekur við öllum sýnum, pakkar þeim og sendir til Danmerkur, óháð því hvort um er að ræða skimunarsýni eða einkennasýni. Öll sýni fara því í sama farveg og rannsókn þeirra virðist háð samþykki framkvæmdastjóra Samhæfingarmiðstöðvarinnar, jafnvel þótt það séu í raun aðeins skimunarsýnin sem eru á hans forræði. Þrátt fyrir að Landspítalinn hafi fyrir nokkru lýst því yfir að hann geti séð um leghálssýnarannsóknirnar hefur ekkert heyrst frá heilbrigðisráðuneytinu um framhaldið. Fagfélög lækna hafa ítrekað lýst því yfir að þau telji rannsóknunum betur borgið innanlands. Heimildarmenn Vísis segja því rætt meðal lækna hvort Landspítalinn gæti tekið að sér greiningar á einkennasýnum, meðal annars til að koma í veg fyrir að Samhæfingarstöðin neiti að láta rannsaka sýni. Þó vilja þeir helst að rannsóknirnar verði alfarið fluttar heim en eitt af áhyggjuefnum þeirra er hættan á mistökum í merkingum og endurmerkingum sýna og skortur á beinu sambandi milli kvensjúkdómalæknis og rannsóknaraðila. Landlæknir vildi víðtækt samráð Í minnisblaði sem landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra 16. október síðastliðinn, leggur landlæknir til að farið verði eftir tillögum meirihluta fagráðs um skimun fyrir krabbameini í leghálsi að HPV greiningar verið framkvæmdar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Stjórnendur Landspítala segjast auðveldlega geta sinnt þessum rannsóknum með nýjum og öflugum tækjum og að niðurstöður ættu að liggja fyrir tveimur til þremur dögum eftir sýnatöku. Biðin eftir niðurstöðum er nú um þrír mánuðir. Þá kemur fram í minnisblaðinu að meirihluti fagráðsins hafi sömuleiðis lagt til að frumurannsóknirnar yrðu gerðar á meinafræðideild Landspítala en minnihluti ráðsins lagði til að samið yrði við erlenda rannsóknarstofu. „Það er mat landlæknis að bæði meirihluti og minnihluti hafi til síns máls. Því leggur landlæknir til víðtækt samráð um þá ákvörðun þar sem að kæmu auk heilbrigðisráðherra, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, forstjóri Landspítala og landlæknir,“ segir í minnisblaðinu en ljóst er af gögnum málsins að ekkert slíkt samráð átti sér stað. Í minnihluta fagráðsins voru Kristján Oddsson, framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Sigríður Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. 23. júní 2021 11:57 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Vísir hefur greint frá því að leghálssýnum hafi verið fargað samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann hefur í samskiptum við sjúklinga og kvensjúkdómalækna vísað til skimunarleiðbeininga landlæknisembættisins, sem meðal annars kveða á um að ákveðinn tími líði á milli sýnataka. Þetta þykir hins vegar orka tvímælis, bæði vegna þess að þarna er ákvörðunarvaldið um rannsóknir á sjúklingum tekið af læknum viðkomandi og vegna þess að í að minnsta kosti einhverjum tilvikum hefur verið um einkennasýnatökur að ræða. Einkennasýnatökur falla ekki undir skimunarleiðbeiningar, sem fjalla um lýðgrundaða skimun. Lýðgrunduð skimun er leit að vísbendingum um krabbamein eða forstig krabbameins hjá einkennalausum, heilbrigðum einstaklingum. Vilja komast framhjá Samhæfingarstöðinni Eftir að skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum voru fluttar frá Krabbameinsfélagi Íslands er málum hins vegar þannig háttað að rannsóknir á leghálssýnum hafa verið færðar úr landi. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem er rekin af Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, tekur við öllum sýnum, pakkar þeim og sendir til Danmerkur, óháð því hvort um er að ræða skimunarsýni eða einkennasýni. Öll sýni fara því í sama farveg og rannsókn þeirra virðist háð samþykki framkvæmdastjóra Samhæfingarmiðstöðvarinnar, jafnvel þótt það séu í raun aðeins skimunarsýnin sem eru á hans forræði. Þrátt fyrir að Landspítalinn hafi fyrir nokkru lýst því yfir að hann geti séð um leghálssýnarannsóknirnar hefur ekkert heyrst frá heilbrigðisráðuneytinu um framhaldið. Fagfélög lækna hafa ítrekað lýst því yfir að þau telji rannsóknunum betur borgið innanlands. Heimildarmenn Vísis segja því rætt meðal lækna hvort Landspítalinn gæti tekið að sér greiningar á einkennasýnum, meðal annars til að koma í veg fyrir að Samhæfingarstöðin neiti að láta rannsaka sýni. Þó vilja þeir helst að rannsóknirnar verði alfarið fluttar heim en eitt af áhyggjuefnum þeirra er hættan á mistökum í merkingum og endurmerkingum sýna og skortur á beinu sambandi milli kvensjúkdómalæknis og rannsóknaraðila. Landlæknir vildi víðtækt samráð Í minnisblaði sem landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra 16. október síðastliðinn, leggur landlæknir til að farið verði eftir tillögum meirihluta fagráðs um skimun fyrir krabbameini í leghálsi að HPV greiningar verið framkvæmdar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Stjórnendur Landspítala segjast auðveldlega geta sinnt þessum rannsóknum með nýjum og öflugum tækjum og að niðurstöður ættu að liggja fyrir tveimur til þremur dögum eftir sýnatöku. Biðin eftir niðurstöðum er nú um þrír mánuðir. Þá kemur fram í minnisblaðinu að meirihluti fagráðsins hafi sömuleiðis lagt til að frumurannsóknirnar yrðu gerðar á meinafræðideild Landspítala en minnihluti ráðsins lagði til að samið yrði við erlenda rannsóknarstofu. „Það er mat landlæknis að bæði meirihluti og minnihluti hafi til síns máls. Því leggur landlæknir til víðtækt samráð um þá ákvörðun þar sem að kæmu auk heilbrigðisráðherra, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, forstjóri Landspítala og landlæknir,“ segir í minnisblaðinu en ljóst er af gögnum málsins að ekkert slíkt samráð átti sér stað. Í minnihluta fagráðsins voru Kristján Oddsson, framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Sigríður Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. 23. júní 2021 11:57 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. 23. júní 2021 11:57
Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33
Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28
Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10