Um mögulega lokasókn Fylkis gegn Val: Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 14:00 Fylkismenn voru ekki sáttir að fá ekki að klára lokasókn sína gegn Val. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn voru verulega ósáttir með að leikur þeirra og Vals að Hlíðarenda í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hafi verið flautaður af þegar liðið var á leið í álitlega skyndisókn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Fylkismenn hefðu getað stolið sigrinum þarna. Atvikið var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Þegar staðan er 1-1 og Valsmenn eru að reyna stela sigrinum þá eru Fylkismenn á leiðinni þrír í gegn, það er einn varnarmaður Vals til að verjast og dómarinn flautar af. Nú bara spyr ég, eru reglurnar ekki þannig að þegar leiktíminn er búinn þá er leiktíminn bara búinn?“ spurði Rikki G., þáttastjórnandi Stúkunnar í gær. „Ég held það sé þannig að þú verður að klára augnablikið,“ sagði Jón Þór Hauksson, annar af sérfræðingum þáttarins, og bætti svo við. „Þegar hann flautar til loka fyrri hálfleiks eru Fylkismenn pirraðir á því að fá ekki að klára hornspyrnu. Þarna sjáum við að það eru 30 sekúndur komnar fram yfir uppgefinn uppbótartíma sem var þrjár mínútur. Valsmenn fá að klára sína hornspyrnu ólíkt því sem gerist í fyrri hálfleik þegar Fylkir fær ekki að klára sína.“ „Síðan eru Fylkismenn komnir í álitlega stöðu, vægt til orða tekið, þá flautar hann af. Sem er kannski rétt hjá honum þar sem augnablikið er búið. Nú ertu kannski ekki að spyrja rétta manninn,“ sagði Jón Þór að endingu og hló. „Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn,“ bætti Baldur Sigurðsson, hinn sérfræðingur þáttarins, við að lokum. Klippa: Fylkismenn ósáttir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Fylkir Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. 28. júní 2021 09:01 Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Fylkismenn hefðu getað stolið sigrinum þarna. Atvikið var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Þegar staðan er 1-1 og Valsmenn eru að reyna stela sigrinum þá eru Fylkismenn á leiðinni þrír í gegn, það er einn varnarmaður Vals til að verjast og dómarinn flautar af. Nú bara spyr ég, eru reglurnar ekki þannig að þegar leiktíminn er búinn þá er leiktíminn bara búinn?“ spurði Rikki G., þáttastjórnandi Stúkunnar í gær. „Ég held það sé þannig að þú verður að klára augnablikið,“ sagði Jón Þór Hauksson, annar af sérfræðingum þáttarins, og bætti svo við. „Þegar hann flautar til loka fyrri hálfleiks eru Fylkismenn pirraðir á því að fá ekki að klára hornspyrnu. Þarna sjáum við að það eru 30 sekúndur komnar fram yfir uppgefinn uppbótartíma sem var þrjár mínútur. Valsmenn fá að klára sína hornspyrnu ólíkt því sem gerist í fyrri hálfleik þegar Fylkir fær ekki að klára sína.“ „Síðan eru Fylkismenn komnir í álitlega stöðu, vægt til orða tekið, þá flautar hann af. Sem er kannski rétt hjá honum þar sem augnablikið er búið. Nú ertu kannski ekki að spyrja rétta manninn,“ sagði Jón Þór að endingu og hló. „Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn,“ bætti Baldur Sigurðsson, hinn sérfræðingur þáttarins, við að lokum. Klippa: Fylkismenn ósáttir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Fylkir Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. 28. júní 2021 09:01 Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. 28. júní 2021 09:01
Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23