„Við urðum bara kærulaus“ Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 19:49 Becky Estill í viðtali við Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið/skjáskot Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Scott Estill, 59 ára gamall Bandaríkjamaður, var viðskila við Becky konu sína í leiðinlegu veðri á gosstöðvunum á Reykjanesi um miðjan dag á föstudag. Umfangsmikil leit að honum hófst á föstudagskvöldið en hann fannst rúmlega sólarhring síðar, hruflaður og hrakinn en heill á húfi. Hafði hann þá gengið í þveröfuga átt og fannst hann um fjóra kílómetra frá þeim stað sem þau hjónin misstu sjónar á hvort öðru. Í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld sagði Becky Eskill að þeim hafi orðið á ógætileg mistök. Þau séu frá Koloradó og hafi reynslu af fjallgöngum þaðan. „Þetta voru lokin á ferðinni okkar og við urðum bara kærulaus,“ sagði Becky. Þau hafi gengið eftir jeppaslóða og hún hafi gengið á undan vegna þess að veðrið var slæmt. Scott hafi ekki verið með símann sinn. „Maður ætti aldrei að skilja við göngufélaga sinn og maður ætti alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta voru mistökin sem við gerðum og þetta er niðustaðan. Hann dó næstum því,“ sagði Becky sem er læknir. Í frétt RÚV kom ennfremur fram að Scott hafi sagt lögreglu að hann hafi dottið og rotast. Hann hafi verið búinn að gefa upp alla von um að hann fyndist þegar björgunarsveitarfólk gekk fram á hann í gærkvöldi. Becky sagði að hann hefði verið skrámaður, með höfuðhögg og bólginn og þá hafi nýru verið farin að gefa sig vegna ofþornunar og hann hafi ofkælst. Getur ekki þakkað nógu vel fyrir sig Becky óttaðist um mann sinn enda vissi hún að hann væri ekki rétt búinn fyrir aðstæður. Hún hafi strax hringt í neyðarlínuna og lögregla og björgunarsveitir hafi verið fljótar að bregðast við. Hún viðurkennir að vonin um að Scott fyndist á lífi hafi verið farin að dvína og segist hafa verið í áfalli þegar hann fannst svo. Starfsmaður Rauða krossins sem studdi hana á meðan leitin stóð yfir hafi spurt hana hvort að hún hefði verið hrædd við að gleðjast. „Já, þar til ég hitti hann er ég hrædd við að vera glöð,“ sagði Becky. Vel á þriðja hundrað björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni á föstudag og laugardag og notaði það dróna auk leitar- og sporhunda. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina úr lofti. Becky sagði RÚV að hún ætti ekki orð til að lýsa því hversu magnað starf björgunarsveitanna hefði verið og hversu þakklát þau hjónin væru. „Þið eruð hlýlegasta og mannvænsta fólk sem hefur nokkru sinni orðið á vegi mínum. Fagleg og ég get ekki sagt nóg um það,“ sagði Becky og klöknaði.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira