Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2021 18:31 Brosið er líklega horfið af andliti Matts Hancock sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands í dag. Vísir/EPA Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07
Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50