Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 22:59 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, átti í vök að verjast á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í dag. Vísir/EPA Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn. Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn.
Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21
Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01
Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57