„Stefnum á að vinna titla á næsta ári“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 11:30 Rakel Sara Elvarsdóttir og Blær Hinriksson voru valin efnilegust á Íslandsmótinu í handbolta. HSÍ/KJARTAN „Alla leið. Eins langt og ég get komist,“ segir hinn 19 ára gamli Blær Hinriksson, aðspurður hvert hann stefni. Blær var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur eftir að hafa stimplað sig vel inn á sinni fyrstu leiktíð með Aftureldingu. Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24
Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01
Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26