Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2021 12:00 Álftir eru í sama lit og ísbirnir og nokkuð stórar í þokkabót. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði. Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði.
Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira