Neita yfirvöldum um heimild til að nota brómódíólón gegn músaplágunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 09:59 Yfirvöld segja músafaraldurinn fordæmalausan. AP/Rick Rycroft Ástralska stofnunin sem hefur eftirlit með notkun dýralyfja og meindýraeiturs hefur hafnað umsókn yfirvalda í Nýju Suður Wales um að fá að nota brómadíólón til að vernda uppskeru frá músaplágu í ríkinu. Brómódíólón kemur í veg fyrir upptöku K vítamíns í líkamanum, sem er nauðsynlegur þáttur í storknun blóðsins. Þegar það er notað sem meindýraeitur getur það valdið því að dýrum á borð við mýs og rottur blæðir út á aðeins um sólahring en það er illa séð sökum þess að það getur borist í önnur dýr sem leggja sér nagdýrin til munns. Þar ber meðal annars að nefna arnar- og uglutegundir en vísindamenn og umhverfisverndarsinnar hafa einnig lýst áhyggjum yfir því að aukin notkun brómódíólóns í Ástralíu gæti haft afar skaðvænleg áhrif á nokkrar tegundir páfagauka. Adam Marshall, landbúnaðarráðherra Nýju Suður Wales, hafði áður lýst því yfir að yfirvöld hefðu tryggt sér 10 þúsund lítra af brómódíólóni til að „napalm-sprengja mýs“ í sveitum ríkisins en segist nú munu hlíta ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Eftirlitsstofnunin hefur heimilað notkun sink-fosfats, sem hefur einnig skaðleg áhrif á umhverfið en er ekki jafn langvirkandi. Hinn yfirstandandi músafaraldur hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á uppskeru í Nýju Suður Wales og skemmdum á heimilum, byggingum og vélbúnaði. Þá hafa fregnir borist af hrúgum af dauðum músum, bitnum börnum og óvelkomnum bólfélögum. Mýsnar hafa valdið gríðarlegu tjóni á uppskeru og ýmsum vélbúnaði.AP/Rick Rycroft Ástralía Umhverfismál Dýr Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Brómódíólón kemur í veg fyrir upptöku K vítamíns í líkamanum, sem er nauðsynlegur þáttur í storknun blóðsins. Þegar það er notað sem meindýraeitur getur það valdið því að dýrum á borð við mýs og rottur blæðir út á aðeins um sólahring en það er illa séð sökum þess að það getur borist í önnur dýr sem leggja sér nagdýrin til munns. Þar ber meðal annars að nefna arnar- og uglutegundir en vísindamenn og umhverfisverndarsinnar hafa einnig lýst áhyggjum yfir því að aukin notkun brómódíólóns í Ástralíu gæti haft afar skaðvænleg áhrif á nokkrar tegundir páfagauka. Adam Marshall, landbúnaðarráðherra Nýju Suður Wales, hafði áður lýst því yfir að yfirvöld hefðu tryggt sér 10 þúsund lítra af brómódíólóni til að „napalm-sprengja mýs“ í sveitum ríkisins en segist nú munu hlíta ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Eftirlitsstofnunin hefur heimilað notkun sink-fosfats, sem hefur einnig skaðleg áhrif á umhverfið en er ekki jafn langvirkandi. Hinn yfirstandandi músafaraldur hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á uppskeru í Nýju Suður Wales og skemmdum á heimilum, byggingum og vélbúnaði. Þá hafa fregnir borist af hrúgum af dauðum músum, bitnum börnum og óvelkomnum bólfélögum. Mýsnar hafa valdið gríðarlegu tjóni á uppskeru og ýmsum vélbúnaði.AP/Rick Rycroft
Ástralía Umhverfismál Dýr Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira