Lærði í fjórtán tíma á dag og er núna dúxinn í Bónus Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 08:01 Trausti Lúkas Adamsson, dúx Menntaskólans á Akureyri, var í hlutastarfi í Bónus alla menntaskólagöngu. Verslunin er stolt af sínum manni. Bónus Dúxar landsins raða sér inn á síður blaðanna þessa dagana og hvert Íslandsmetið rekur næsta. Fæstir dúxarnir stæra sig samt af því að hafa samhliða náminu unnið baki brotnu í áfyllingum í Bónus, eins og Trausti Lúkas Adamsson. Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira