Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 14:49 Plakat til stuðnings Daniels Ortega forseta utan á rútu í höfuðborginni Managva. Forsetinn er sakaður um að beita umdeildum landráðalögum til þess að bola burt öllum hugsanlegum keppinautum fyrir forsetakosningar í haust. AP/Miguel Andres Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar. Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar.
Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15