NBA dagsins: Snúningspunkturinn þegar Simmons þorði ekki að skjóta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 15:00 Ben Simmons átti í miklum vandræðum í einvíginu gegn Atlanta Hawks. getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons var mikið til umræðu eftir að Philadelphia 76ers tapaði fyrir Atlanta Hawks, 96-103, í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira