Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:50 Guðjón og Dagur B. Eggertsson í morgun. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við 100 gráðu hita. Vélin ræður hins vegar illa við niktótíntyggjó. Vísir/Reykjavíkurborg Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira