Fáir glæpir alvarlegri en mansal Karl Steinar Valsson skrifar 18. júní 2021 16:01 Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Sjá meira
Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar