Fáir glæpir alvarlegri en mansal Karl Steinar Valsson skrifar 18. júní 2021 16:01 Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar