Erlent

Búa sig undir við­ræður og átök við Banda­ríkin

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA

Kim Jong-un, leið­togi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði sam­tal og í á­tökum við Banda­ríkin á næstunni. Hann lagði þó sér­staka á­herslu á mögu­leg átök.

Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opin­ber­lega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við em­bætti Banda­ríkja­for­seta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar til­raunir nýju ríkis­stjórnar Banda­ríkjanna til að eiga í sam­skiptum.

Kim á­varpaði leið­toga verka­lýðs­flokksins á mið­stjórnar­fundi hans í höfuð­borginni Pyongy­ang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undir­búa sig sér­stak­lega undir átök til að verja heiður ríkisins og á­herslur þess á á­fram­haldandi fram­þróun á eigin for­sendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu.

Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugg­lega við öllum að­stæðum sem kynnu að koma upp og ein­beita sér að því að ná tökum á á­standinu á Kóreu­skaganum. 

Fyrr í vikunni viður­kenndi leið­toginn það opin­ber­lega að matar­skortur væri yfir­vofandi í landinu.

Sam­band Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis ó­þokka í að­draganda kosninganna í Banda­ríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðar­stórri her­sýningu ör­fáum dögum fyrir inn­setningu Biden í em­bætti.

Sjá einnig: Kim Jong Un segir Banda­ríkin stærsta óvin ríkisins.

Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „al­var­lega ógn“ við al­heims­öryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð við­brögð frá ríkinu, sem sagði yfir­lýsingar Biden gerðar til að við­halda fjand­sam­legri stefnu Banda­ríkja­manna gagnvart Norður-Kóreu.


Tengdar fréttir

Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin.

Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×