Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi Andri Sigurðsson skrifar 17. júní 2021 11:01 Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar