Þá segir maður miðjumanninum að þruma einhvern niður og hleypa leiknum upp í bál og brand Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 16:00 Ólafur Jóhannesson gerði Val að Íslandsmeisturum árin 2017 og 2018. Vísir/Vilhelm Munurinn á miðju Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild karla var ræddur í Stúkunni í gærkvöld að loknum 3-1 sigri Vals. Ólafur Jóhannesson hefði viljað sjá miðjumenn Breiðabliks fara í eins og eina tæklingu til að koma sér inn í leikinn. „Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira