Þrettán ára stúlkur keyrðu á vegg Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 08:27 Umferðarlöggur höfðu nóg að gera í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til í nótt vegna umferðaróhapps í Hafnarfirði þegar bifreið var ekið á vegg. Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira