Þrettán ára stúlkur keyrðu á vegg Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 08:27 Umferðarlöggur höfðu nóg að gera í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til í nótt vegna umferðaróhapps í Hafnarfirði þegar bifreið var ekið á vegg. Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira