Átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn einhverfum manni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 16:38 Maðurinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið að hluta. Vísir/Vilhelm Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn hafði í tvö skipti mök við þolandann, annars vegar haustið 2018 og hins vegar í mars 2019. Í bæði skiptin er hinum ákærða gert það að sök að hafa haft endaþarmsmök við manninn en í síðara skiptið haldið áfram þrátt fyrir að brotaþolinn hafi beðið hann um að hætta. Þann 7. mars 2019 leitaði brotaþoli til lögreglu og tilkynnti að maðurinn hefði nauðgað honum. Manninum var þá vísað á neyðarmóttöku til skoðunar. Þar ræddi brotaþoli við lögreglu og lýsti því að hann hafi kynnst ákærða á netspjalli og þeir hist tvisvar. Í fyrra tilvikinu hefði ákærði haft samfarir við brotaþola í endaþarm þar sem þeir voru staddir í bifreið. Í síðara skiptið, sem hefði verið þennan sama dag 7. mars, hefi brotaþoli farið til Reykjavíkur og heimsótt ákærða. Þar hefði ákærði haft samfarir við hann um endaþarm, og haldið áfram eftir að brotaþoli bað hann um að hætta. Eftir atvikið hafi ákærði verið með hníf inni í stofu sem hefði vakið upp ótta hjá brotaþola. Greindi hann jafnframt frá því að maðurinn hafi ítrekað þrýst á hann að koma í heimsókn. Ákærði var handtekinn samdægurs og húsleit gerð heima hjá honum. Hann kvaðst þekkja brotaþola og viðurkenndi að hafa átt við hann mök þennan dag en það hafi verið með samþykki þeirra beggja. Þá kvaðst hann hafa verið að brýna hníf í stofunni þegar brotaþoli var á staðnum og hafi ekki gert það til að vekja hjá honum ótta. Þá hefði hann ekki áttað sig á því að brotaþoli væri þroskaskertur eins og fram kemur í dómnum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Maðurinn hafði í tvö skipti mök við þolandann, annars vegar haustið 2018 og hins vegar í mars 2019. Í bæði skiptin er hinum ákærða gert það að sök að hafa haft endaþarmsmök við manninn en í síðara skiptið haldið áfram þrátt fyrir að brotaþolinn hafi beðið hann um að hætta. Þann 7. mars 2019 leitaði brotaþoli til lögreglu og tilkynnti að maðurinn hefði nauðgað honum. Manninum var þá vísað á neyðarmóttöku til skoðunar. Þar ræddi brotaþoli við lögreglu og lýsti því að hann hafi kynnst ákærða á netspjalli og þeir hist tvisvar. Í fyrra tilvikinu hefði ákærði haft samfarir við brotaþola í endaþarm þar sem þeir voru staddir í bifreið. Í síðara skiptið, sem hefði verið þennan sama dag 7. mars, hefi brotaþoli farið til Reykjavíkur og heimsótt ákærða. Þar hefði ákærði haft samfarir við hann um endaþarm, og haldið áfram eftir að brotaþoli bað hann um að hætta. Eftir atvikið hafi ákærði verið með hníf inni í stofu sem hefði vakið upp ótta hjá brotaþola. Greindi hann jafnframt frá því að maðurinn hafi ítrekað þrýst á hann að koma í heimsókn. Ákærði var handtekinn samdægurs og húsleit gerð heima hjá honum. Hann kvaðst þekkja brotaþola og viðurkenndi að hafa átt við hann mök þennan dag en það hafi verið með samþykki þeirra beggja. Þá kvaðst hann hafa verið að brýna hníf í stofunni þegar brotaþoli var á staðnum og hafi ekki gert það til að vekja hjá honum ótta. Þá hefði hann ekki áttað sig á því að brotaþoli væri þroskaskertur eins og fram kemur í dómnum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira